Íslenski boltinn

Höskuldur um daufan fyrri hálfleik: Þetta voru Jans­sen ein­kennin

Dagur Lárusson skrifar
Höskuldur [lengst til hægri] var sáttur með síðari hálfleikinn í dag.
Höskuldur [lengst til hægri] var sáttur með síðari hálfleikinn í dag. Vísir/Hulda Margrét

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægður með 2-0 sigur síns liðs gegn Fylki í Pepsi Max deildinni í dag.

„Já þetta voru bara kærkomin þrjú stig. Flottur leikur í heildina, en vorum kannski full varkárir í fyrri hálfleiknum,“ byrjaði Höskuldur á að segja er hann ræddi við Vísi að leik loknum.

Fyrri hálfleikurinn var heldur daufur hjá báðum liðum og var Höskuldur sammála því.

„Já ég held að þetta hafi einfaldlega verið Janssen einkennin. Nei, nei við vorum góðir í pressunni og vinna hann aftur og vorum ekki í neinu veseni varnarlega en við þurftum að vera beittari sóknarlega og þá fyrst og fremst að láta boltann ganga hraðar. Við gerðum það í seinni hálfleiknum og þá opnuðust glufur.“

Næsti leikur Breiðabliks er svo gegn Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn og segir Höskuldur að hann og liðsfélagar hans séu tilbúnir.

„Þeir eru auðvitað efsta liðið í þessari deild og þetta eru einfaldlega skemmtilegustu leikirnir að taka þátt í. En við megum hins vegar ekki hugsa um þann leik eitthvað öðruvísi, þetta eru auðvitað bara þrjú stig eins og hver annar leikur og mikilvægt að við gerum þann leik ekki að Golíat,“ endaði fyrirliðinn á að segja.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×