Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 13:59 Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.
Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira