„Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 10:00 Einar Þorsteinn Ólafsson er einn af óvæntustu stjörnum tímabilsins. stöð 2 sport Einar Þorsteinn Ólafsson var hetja Valsmanna í seinni leiknum gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Olís-deildar karla á föstudaginn. Hann stal boltanum í lokasókn ÍBV og sá til þess að Valur fór áfram í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Einar mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn á Hlíðarenda. Valsmenn töpuðu honum, 27-29, en unnu einvígið, 55-54 samanlagt. „Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er bara geggjað, eftir frekar eðlilegan leik hjá mér, ekkert sérstakan, að geta stolið honum manni færri. Þetta hefði ekki getað endað betur,“ sagði Einar. Hann var að sjálfsögðu spurður út í lokasókn ÍBV þar sem hann stal boltanum. „Ég var reyndar alveg frosinn í leikhléinu. Ég gat ekki hreyft mig en svo var flautað og ég gerði það sem ég geri á æfingum og það heppnaðist,“ sagði Einar og bætti við að ekki hafi verið lagt upp með að hann ryki út úr vörninni og til að stela boltanum. Var rosalega lélegur á yngri árum Einar er á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki Vals. Ekki er langt síðan hann æfði körfubolta eftir að hafa hlaupið á vegg í handboltanum. Hann segir margt í körfuboltaþjálfuninni hjálpi honum í handboltanum. „Ég hef alltaf verið handboltastrákur. Eitt árið gekk mér ekkert vel í handboltanum, hafði ekkert þroskast og var rosalega lélegur á yngri árum,“ sagði Einar. „Ég ákvað að prófa körfuboltann, var alveg góður og lærði ógeðslega mikið þessi tvö til þrjú ár sem ég æfði, varnarstaðsetningar og fótavinnu. Svo varð ég betri í handbolta. Ég lærði rosalega mikið og væri ekki sami leikmaður ef ég hefði ekki farið í körfuna.“ Eins og flestir vita er Einar sonur Ólafs Stefánssonar, besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. „Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu. Markmiðið er að ná honum sóknarlega og ég er nú þegar orðinn betri en hann varnarlega,“ sagði Einar og ítrekaði svo að hann væri að grínast. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Einar Þorstein Einar segist ekki hafa búist við því að fá svona stórt hlutverk í Valsliðinu fyrir tímabilið. „Nei, ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar. Hann stefnir hátt og vill komast eins langt og mögulegt er. „Ég myndi ekki segja að ferilinn minn hafi heppnast ef ég enda í Grill deildinni eða eitthvað eftir tíu ár. Ekkert diss á Grill deildina en ég vil meiri hluti. Ég vil verða besti leikmaður sem ég get orðið,“ sagði Einar. Fyrri leikur Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52 Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Einar mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn á Hlíðarenda. Valsmenn töpuðu honum, 27-29, en unnu einvígið, 55-54 samanlagt. „Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er bara geggjað, eftir frekar eðlilegan leik hjá mér, ekkert sérstakan, að geta stolið honum manni færri. Þetta hefði ekki getað endað betur,“ sagði Einar. Hann var að sjálfsögðu spurður út í lokasókn ÍBV þar sem hann stal boltanum. „Ég var reyndar alveg frosinn í leikhléinu. Ég gat ekki hreyft mig en svo var flautað og ég gerði það sem ég geri á æfingum og það heppnaðist,“ sagði Einar og bætti við að ekki hafi verið lagt upp með að hann ryki út úr vörninni og til að stela boltanum. Var rosalega lélegur á yngri árum Einar er á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki Vals. Ekki er langt síðan hann æfði körfubolta eftir að hafa hlaupið á vegg í handboltanum. Hann segir margt í körfuboltaþjálfuninni hjálpi honum í handboltanum. „Ég hef alltaf verið handboltastrákur. Eitt árið gekk mér ekkert vel í handboltanum, hafði ekkert þroskast og var rosalega lélegur á yngri árum,“ sagði Einar. „Ég ákvað að prófa körfuboltann, var alveg góður og lærði ógeðslega mikið þessi tvö til þrjú ár sem ég æfði, varnarstaðsetningar og fótavinnu. Svo varð ég betri í handbolta. Ég lærði rosalega mikið og væri ekki sami leikmaður ef ég hefði ekki farið í körfuna.“ Eins og flestir vita er Einar sonur Ólafs Stefánssonar, besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. „Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu. Markmiðið er að ná honum sóknarlega og ég er nú þegar orðinn betri en hann varnarlega,“ sagði Einar og ítrekaði svo að hann væri að grínast. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Einar Þorstein Einar segist ekki hafa búist við því að fá svona stórt hlutverk í Valsliðinu fyrir tímabilið. „Nei, ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar. Hann stefnir hátt og vill komast eins langt og mögulegt er. „Ég myndi ekki segja að ferilinn minn hafi heppnast ef ég enda í Grill deildinni eða eitthvað eftir tíu ár. Ekkert diss á Grill deildina en ég vil meiri hluti. Ég vil verða besti leikmaður sem ég get orðið,“ sagði Einar. Fyrri leikur Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52 Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52
Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36