„Hef prófað að jarða tvo skoska varnarmenn og það er ekki auðvelt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2021 16:26 Patrik Schick hefur betur í baráttu við skoska varnarmenn og skallar boltann í netið. getty/Craig Williamson Patrik Schick var maður leiksins þegar Tékkland sigraði Skotland, 2-0, í D-riðli Evrópumótsins í dag. Schick skoraði bæði mörk Tékka, það fyrra með skalla og það síðara með stórkostlegu skoti rétt fyrir innan miðju. Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25
Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52