Fótbolti

Vill að allir fót­bolta­menn fari á skyndi­hjálpar­nám­skeið eftir at­burði helgarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn danska landsliðsins mynduðu skjaldborg í kring um Eriksen þegar hann var borinn út af vellinum.
Leikmenn danska landsliðsins mynduðu skjaldborg í kring um Eriksen þegar hann var borinn út af vellinum. Getty/Friedemann Voge

Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vill að allir leikmenn, atvinnu- og áhugamenn, fari á skyndihjálparnámskeið eftir atvikið hræðilega á Parken.

Christian Eriksen, landsliðsmaður Dana, hneig niður í leik Dana og Finna á laugardagskvöldið en skyndihjálp leikmanna og sjúkraliða bjargaði lífi Eriksen.

Eriksen lá lengi á vellinum en frábær viðbrögð Simon Kjær og lækna danska landsliðsins bjargaði miðjumanninum sem liggur þó enn á spítala.

Ítalarnir byrjuðu á 3-0 sigri á Tyrkjum en atburðrrás helgarinnar var rædd á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í dag.

„Í augnablik stoppaði hjartað hans og það gerðu einnig okkar hjörtu,“ sagði hann á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í gær.

„Við viljum taka það skref að þessi námskeið verði ekki bara fyrir atvinnumannafélög heldur einnig fyrir áhugamenn,“ bætti hann við.

Námskeiðin verða skylda fyrir félögin í leyfiskerfi ítalska sambandsins.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×