Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 12:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, geta báðir orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Samsett/Hulda Margrét og Bára Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða