„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 09:01 Læknarnir og bræðurnir Morten og Anders Boesen hlaupa inn að völlinn til að huga að Christian Eriksen. AP/Martin Meissner Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira