„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 09:01 Læknarnir og bræðurnir Morten og Anders Boesen hlaupa inn að völlinn til að huga að Christian Eriksen. AP/Martin Meissner Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira