Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 12:14 Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. „Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
„Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26