Talaði við Eriksen í mánuð um hvernig hann ætlaði að nota hann í Belgíuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 11:30 Christian Eriksen í leiknum á móti Finnum áður en hann fékk hjartastopp í lok fyrri hálfleiks. AP/Stuart Franklin Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian Eriksen í leiknum á móti Belgum á EM en ekkert verður að því að Eriksen spili þann leik. Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira