Airbnb greiddi konu sjö milljónir dala vegna nauðgunar Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 08:52 Sátt náðist milli Airbnb og konunnar tveimur árum eftir árásina sem átti sér stað í New York borg. Getty Heimagistingaþjónustan Airbnb greiddi áströlskum ferðamanni sjö milljónir Bandaríkjadala vegna nauðgunar sem átti sér stað í Airbnb-íbúð í New York borg á gamlárskvöldi árið 2015. Bloomberg segir frá málinu, en þar segir að konan og vinir hennar hafi sótt lykla að íbúðinni í nálægri verslun sama kvöld. Árásarmaðurinn er sagður hafa látið gera afrit af lyklunum að íbúðinni og falið sig inni á baðherberginu þegar vinkonurnar voru úti að fagna árámótum. Þegar konan sneri aftur í íbúðina, nokkru eftir miðnætti, hafi maðurinn, hinn 24 ára Junior Lee, ráðist á konuna. Hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og er í gæsluvarðhaldi, en hann neitar sök í málinu. BBC segir frá því að í kjölfar árásarinnar hafi starfsmenn Airbnb leitað til lögreglunnar í New York og boðið fram aðstoð sína og útvegað fórnarlambinu hótelherbergi. Þá hafi fyrirtækið sömuleiðis staðið straum af sálfræðitímum fyrir konuna auk þess að greiða fyrir flug móður konunnar frá Ástralíu til Bandaríkjanna eftir árásina. Sátt náðist svo milli Airbnb og konunnar tveimur árum eftir árásina þar sem konunni var boðið sjö milljóna dala sáttagreiðslu, um 850 milljónir króna, gegn því að hún myndi ekki lögsækja fyrirtækið eða þá eiganda íbúðarinnar þar sem árásin átti sér stað. Bandaríkin Airbnb Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bloomberg segir frá málinu, en þar segir að konan og vinir hennar hafi sótt lykla að íbúðinni í nálægri verslun sama kvöld. Árásarmaðurinn er sagður hafa látið gera afrit af lyklunum að íbúðinni og falið sig inni á baðherberginu þegar vinkonurnar voru úti að fagna árámótum. Þegar konan sneri aftur í íbúðina, nokkru eftir miðnætti, hafi maðurinn, hinn 24 ára Junior Lee, ráðist á konuna. Hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og er í gæsluvarðhaldi, en hann neitar sök í málinu. BBC segir frá því að í kjölfar árásarinnar hafi starfsmenn Airbnb leitað til lögreglunnar í New York og boðið fram aðstoð sína og útvegað fórnarlambinu hótelherbergi. Þá hafi fyrirtækið sömuleiðis staðið straum af sálfræðitímum fyrir konuna auk þess að greiða fyrir flug móður konunnar frá Ástralíu til Bandaríkjanna eftir árásina. Sátt náðist svo milli Airbnb og konunnar tveimur árum eftir árásina þar sem konunni var boðið sjö milljóna dala sáttagreiðslu, um 850 milljónir króna, gegn því að hún myndi ekki lögsækja fyrirtækið eða þá eiganda íbúðarinnar þar sem árásin átti sér stað.
Bandaríkin Airbnb Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira