Tíu sigrar í röð og aftur skora þeir þjú mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 20:55 Manuel Locatelli [til vinstri] skoraði bæði mörk Ítala. Það fyrra með hægri fæti og það síðara með vinstri fæti. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Ítalía byrjar EM af krafti. Annan leikinn í röð vinnur liðið 3-0 sigur sem þýðir að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð og það sem meira er, liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum tíu leikjum. Lærisveinar Roberto Mancini tóku á móti Sviss í Rómarborg í dag. Voru þeir mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun eina liðið á vellinum. Eftir 19 mínútna leik átti Manuel Locatelli hornspyrnu sem Giorgio Chiellini kom á endanum í netið eftir smá dans í markteig Sviss. Eftir að Chiellini hafði fagnað með liðsfélögum sínum – innan vallar sem utan – og þjálfarateymi var markið dæmt af þar sem boltinn fór í hendi varnarmannsins áður en hann náði skoti á markið. Chiellini var svo móðgaður – ásamt því að vera eilítið meiddur – að hann fór af velli á 24. mínútu. Í hans stað kom Francesco Acerbi, miðvörður Lazio, inn á. Aðeins tveimur mínútum eftir það kom Manuel Locatelli þeim yfir á nýjan leik. Domenico Berardi fékk á sendingu úti hægra megin. Berardi var langt fór marki en keyrði af stað og þegar hann var kominn nálægt endalínunni – og inn í teig – þá renndi hann boltanum út á Locatelli sem skoraði með fínu hægrifótar skoti. Staðan orðin 1-0 Ítalíu í vil og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Locatelli tvöfaldaði forystu Ítalíu. Nicolò Barella lagði þá boltann á Locatelli sem var rétt fyrir utan vítateig Sviss. Hann smellhitti knöttinn í fyrsta, með vinstri fæti að þessu sinni, og hann söng í netinu niðri hægra megin. BUNDLE!! #EURO2020 | #ITA pic.twitter.com/Tkt730by8X— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 16, 2021 Frábært skot og staðan orðin 2-0 Ítalíu í vil. Þannig var hún allt þangað til undir lok leiks þegar Ciro Immobile átti skot af nákvæmlega sama stað og Locatelli nema í hitt hornið. Boltinn lenti í jörðinni rétt fyrir framan útréttan handlegg Sommer og söng í netinu. Þriðja mark Ítala staðreynd sem og 3-0 sigur þeirra. Ítalír eru því komnir áfram í 16-liða úrslit EM og miðað við gengið undanfarið hræðast þeir engan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Fótbolti
Ítalía byrjar EM af krafti. Annan leikinn í röð vinnur liðið 3-0 sigur sem þýðir að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð og það sem meira er, liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum tíu leikjum. Lærisveinar Roberto Mancini tóku á móti Sviss í Rómarborg í dag. Voru þeir mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og í raun eina liðið á vellinum. Eftir 19 mínútna leik átti Manuel Locatelli hornspyrnu sem Giorgio Chiellini kom á endanum í netið eftir smá dans í markteig Sviss. Eftir að Chiellini hafði fagnað með liðsfélögum sínum – innan vallar sem utan – og þjálfarateymi var markið dæmt af þar sem boltinn fór í hendi varnarmannsins áður en hann náði skoti á markið. Chiellini var svo móðgaður – ásamt því að vera eilítið meiddur – að hann fór af velli á 24. mínútu. Í hans stað kom Francesco Acerbi, miðvörður Lazio, inn á. Aðeins tveimur mínútum eftir það kom Manuel Locatelli þeim yfir á nýjan leik. Domenico Berardi fékk á sendingu úti hægra megin. Berardi var langt fór marki en keyrði af stað og þegar hann var kominn nálægt endalínunni – og inn í teig – þá renndi hann boltanum út á Locatelli sem skoraði með fínu hægrifótar skoti. Staðan orðin 1-0 Ítalíu í vil og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Locatelli tvöfaldaði forystu Ítalíu. Nicolò Barella lagði þá boltann á Locatelli sem var rétt fyrir utan vítateig Sviss. Hann smellhitti knöttinn í fyrsta, með vinstri fæti að þessu sinni, og hann söng í netinu niðri hægra megin. BUNDLE!! #EURO2020 | #ITA pic.twitter.com/Tkt730by8X— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 16, 2021 Frábært skot og staðan orðin 2-0 Ítalíu í vil. Þannig var hún allt þangað til undir lok leiks þegar Ciro Immobile átti skot af nákvæmlega sama stað og Locatelli nema í hitt hornið. Boltinn lenti í jörðinni rétt fyrir framan útréttan handlegg Sommer og söng í netinu. Þriðja mark Ítala staðreynd sem og 3-0 sigur þeirra. Ítalír eru því komnir áfram í 16-liða úrslit EM og miðað við gengið undanfarið hræðast þeir engan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti