Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2021 12:01 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun