„Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 14:31 Adam Szalai og Hjammi voru báðir á Evrópumótinu 2016 þar sem Szalai kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Ungverja og Íslendinga. Hann er fyrirliði Ungverja á EM í ár. Samsett/Getty Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og strandblakliðseigandi, var svo sannarlega ekki hrifinn af fyrirliða Ungverja, Ádám Szalai, í tapinu gegn Portúgölum á EM í gær. Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira