Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 15:43 Héraðsdómur Reykjavíkur Vilhelm/Vísir Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira