Eiður Smári í tímabundið leyfi: Mun svo sannarlega taka á mínum málum Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 15:09 Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir tímabundið leyfi. Getty/Marc Atkins Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Guðjohnsen þar sem segir að hann sé kominn í tímabundið leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“ KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta.
„Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45