Íslenski boltinn

Staða sem við viljum vera í

Sverrir Mar Smárason skrifar
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, er sáttur með stöðuna sem liðið er í.
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, er sáttur með stöðuna sem liðið er í. Vísir/Hulda Margrét

Leikur ÍA og KA fór fram á Akranesi í kvöld. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA-manna í kvöld, var að vonum ánægður með 2-0 sigur sinna manna.

„Bara mjög sáttur með þetta, hvernig við spiluðum leikinn og náðum inn markinu þarna í fyrri hálfleik og fannst við spila vel eftir svona eftir aðstæðum og klárum þetta mjög vel.“

Talsverður hliðarvindur var á Norðurálsvelli í kvöld og því meira um baráttu en gæði.

„Þetta voru ekki alveg bestu fótboltaaðstæður sem við höfum spilað í svo við spiluðum út frá því. Mér fannst við aldrei vera með þetta í hættu en það var svolítið í lok fyrri hálfleiks sem við duttum aðeins niður en eftir það fannst mér við nokkuð solid.“

Ásgeir skoraði seinna mark KA-liðsins á 70. mínútu leiksins eftir smá barning.

„Það kom einhver fyrirgjöf, ég reyndi fyrsta skotið og það fór í varnarmann en ég náði honum svo aftur og hann endaði inni. Það var sætt.“

KA-liðið er sem stendur í 3.sæti og á leik til góða. Ásgeir taldi árangurinn ekki framar vonum.

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er staða sem við viljum vera í. Hvort það komi á óvart þá kannski aðeins en þetta er staðurinn sem við viljum vera á sem félag.“


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×