Innlent

Til­kynnti rangan sigur­vegara í Morfís: „Mér líður ömur­lega“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg.
Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg. youtube/morfís

Bæði keppnis­lið á úr­­­slita­­­kvöldi MORFÍS í gær komust í sigur­vímu og bæði upp­­­lifðu hræði­­­lega von­brigða­til­finningu þess sem tapar í úr­­­slita­­­keppni. Sigur­gleði Flens­borgar­skólans entist þó skemur en Verslunar­skólans því odda­­­dómari keppninnar til­­­kynnti þar rang­lega að Flens­borg hefði unnið áður en hann leið­rétti sig nokkru síðar.

Flens­­borgar­­skóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leið­rétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flens­­borg.

Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygi­­lega mjótt því að­eins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildar­­stigum og var Flens­­borgar­­skólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úr­­slitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman.

Mis­tök odda­­dómarans Ingvars Þór­odds­­sonar verða því að teljast skiljan­­leg þó þau hafi verið ó­­heppi­­leg í meira lagi.

Afsakið, afsakið, afsakið

„Sigur­vegari Morfís 2021 er… Flens­­borgar­­skólinn!“ til­­kynnti Ingvar og brutust þá út gríðar­­leg fagnaðar­læti Flens­­borgar ­­megin í salnum með gleði­ópum og konfettí­­sprengju. Fagnaðar­lætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í odda­­dómaranum í pontunni:

„Nei, af­­sakið, af­­sakið, af­­sakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa á­horf­endur.

„Ég biðst inni­­legrar af­­sökunar á þessu. Mér þykir þetta ó­­­trú­­lega leitt, mér líður ömur­­lega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunar­­skólinn,“ til­­kynnti hann hálf­­lúpu­­legur og steig svo af sviðinu.

Við tóku þá fagnaðar­læti Verslinga, sem voru enginn eftir­­bátur Flens­­borgar­­nema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðnings­­maður liðsins sig til og hvatti sam­­nem­endur sína til að fagna sigrinum al­­menni­­lega það kvöldið: „Allir að fokking djamma!

Um­­ræðu­efni keppninnar var „Ís­land er spillt land“ og mælti Flens­­borgar­­skólinn með full­yrðingunni en Verslunar­­skólinn á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×