Morfís

Fréttamynd

Verzló vann MORFÍs

Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund.

Lífið
Fréttamynd

MA vann MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legur sigur FÁ í MORFÍs

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla sigraði Verslunarskólann rétt í þessu í sextán liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. Er þetta í fyrsta skipti sem FÁ sigrar Verslunarskólann í sögu keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku

Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Aftur til­kynnt um rangan sigur­vegara í Morfís

Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnti rangan sigur­vegara í Morfís: „Mér líður ömur­lega“

Bæði keppnis­lið á úr­­­slita­­­kvöldi MORFÍS í gær komust í sigur­vímu og bæði upp­­­lifðu hræði­­­lega von­brigða­til­finningu þess sem tapar í úr­­­slita­­­keppni. Sigur­gleði Flens­borgar­skólans entist þó skemur en Verslunar­skólans því odda­­­dómari keppninnar til­­­kynnti þar rang­lega að Flens­borg hefði unnið áður en hann leið­rétti sig nokkru síðar.

Innlent
Fréttamynd

Verzló vann MORFÍs

Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, í úrslitum keppninnar sem fram fóru í Háskólabíói í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Morfís-dómari ó­vin­sæll hjá MH-ingum

Morfís-dómarinn Brynjar Birgis­son fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís

Lífið
Fréttamynd

Morfís á bak við tjöldin: Af­drifa­ríkar breytingar á aðal­fundi

Þriðjudaginn 29. september var aðalfundur Morfís haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Fulltrúar aðildaskóla Morfís gerðu þar heiðarlega tilraun til að sætta deiluefni, ræða lagabreytingatillögur og kjósa í nýja stjórn Morfís. Má segja að eftir tveggja klukkustunda langan fund hafi þessum markmiðum verið náð í meginatriðum.

Lífið
Fréttamynd

„Bjart ár fram­undan hjá FG í ræðumennskunni"

„Keppnin gekk frábærlega vel fyrir sig, allir ræðumenn komu vel undirbúnir til leiks og ljóst að mikil vinna lá þarna að baki. Við þjálfararnir vorum reglulega ánægðir með þetta. Það er bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni,“ segir Viktor Hrafn Hólmgeirsson, einn þjálfara ræðuliðs Fjölbrautarskólans í Garðabæ.

Lífið
Fréttamynd

Grínkóngurinn Dóri DNA þjálfar ræðulið MH

„Þetta leggst bara ferlega vel í mig, við erum að móta liðið núna og komum sterk inn,“ segir gúmmelaðibóndinn Dóri DNA, en hann verður þjálfari MORFÍS liðs Menntaskólans við Hamrahlíð á komandi tímabili. Sjálfur var hann meðmælandi liðsins fyrir um fimm árum og keppti til úrslita árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Verzló vann MORFÍS í tíunda sinn

Verzlunarskóli Íslands tryggði sér í gærkvöldi sigur í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands í ellefta sinn með sigri á Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Lífið
Fréttamynd

Morfís snýst um geim­ferðir

„Umræðuefnið verða geimferðir; Verzlunarskólinn er á móti en Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum er með og þetta verður hörkukeppni,“ segir Oddur Sigurðsson, formaður Morfís. Úrslitin ráðast í þessari vinsælu ræðukeppni framhaldsskólanna í kvöld í stóra sal Háskólabíós, en í þessari keppni hafa margir af helstu ræðuskörungum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref.

Lífið
Fréttamynd

Mennt­skælingar rassskelltir

Vakningadagar fjölbrautarskólans Flensborg hafa staðið yfir í þessari viku. Morfís-lið skólans skoraði á þrjá gamla nemendur í ræðukeppni en urðu að láta í lægra haldi fyrir gömlu kempunum.

Lífið
Fréttamynd

Verslingar mælskastir

Versló sigraði í ræðukeppni framhaldsskólanna þriðja árið í röð og verslingurinn Björn Bragi Arnarson hreppti titilinn ræðumaður Íslands annað árið í röð.

Menning