Landið sem tengir okkur saman Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 17. júní 2021 15:31 Hugtakið þjóðernishyggja má best útskýra þannig að samfélag fólks sem talar sama tungumál, hefur sömu menningu og býr á sama landsvæðinu skipar sér saman með formlegum hætti og lætur sig tilheyra sameiginlegu réttarkerfi með lögum sem sett eru af ríkisvaldi sem jafnframt hefur það hlutverk að halda utan um og vera í umboði fyrir viðkomandi samfélag. Vandamál byrja strax að hljótast þegar ólík samfélög með mismunandi menningu eða tungumál eða bæði lifa saman á sama landsvæðinu. Mótun Evrópu úr keisaraveldum, konungsveldum, furstadæmum, hjálendum og öðrum miðaldar-stjórnareiningum yfir í þjóðríki okkar tíma fylgdu töluverð samfélagsleg umbrot svo sem uppreisnir, byltingar og styrjaldir. Sem dæmi má nefna var í upphafi nítjándu aldar ekki til neitt ríki sem kallaðist Ítalía. Á Ítalíu-skaga bjuggu nokkrar þjóðir, en allar áttu þjóðirnar það sameiginlegt að eiga þennan langa fjöllótta skaga fyrir heimili. Tungumál ítalanna var ekki ítalska eins og við þekkjum hana í dag heldur nokkrar misjafnlega líkar málískur sem greinilega áttu sér sterkar rætur í latínu, tungumálinu sem rómverjarnir, hinir fornfrægu íbúar Ítalíuskagans töluðu. Skaginn skiptist þá í nokkur minni ríki, sum konungsríki, önnur furstadæmi og eitt ríki þar sem Páfinn var einráður. En fólkið á ítalíu fór að líta á sig sem eina samstæða heild þrátt fyrir að búa ekki öll í sömu löndunum. Þrátt fyrir mismunandi lönd og konunga átti fólkið sameiginlega (en þó fjölbreytilega) tungu, menningu og landsvæði. Eftir nokkrar uppreisnir og fáein stríð endaði að verða til ein Ítalía. Eitt ríki sem allir ítalir máttu eiga saman. En ferlið sem réði því að ríkið Ítalía varð til var einstaklega blóðugt og ofbeldisfullt. Og upp komu ótal senur þar sem að fólk og samfélög enduðu á að verða partar af samfélagi eða ríki sem þau vildu í raun ekkert eiga sameiginlegt með. Og þetta er eitthvað sem að hefur einkennt þjóðernishyggju nánast frá upphafi. Svo oft hefur hún leitt til blóðsúrhellinga að oft er ekki litið á það sem aukaafurð heldur sem mikilvægan hluta af framleiðsluferlinu. En stundum getur ferlið verið friðsælt og yfirvegað. Og þar eru eyríki afar gott dæmi. Mætt eiginlega segja að eyjasamfélög séu frá náttúrunnar hendi sérhönnuð og fullkomin fyrir einfalda og snurðulausa þjóðernishyggju. Íslendingar áttu sér enga innri minnihlutahópa. Fólkið talaði allt sama tungumál þrátt fyrir að vissulega hafi verið einhver bragmunur milli landshluta. Og það sem meira var landið sjálft, litla einangraða norðurhjara-veröldin, sem var það eina sem íslendingarnir nokkru sinni fengu að sjá og upplifa á sinni ævi. Íslensk þjóðernishyggja var því mögulega ein sú einfaldasta sem um getur í veraldarsögunni. Fólkið hafði meira og minna sömu menningu og tungu og meira að segja þar sem fólk bjó við aðrar aðstæður sökum t.d. atvinnu, staðsetningar eða stéttar, hafði það alltaf sameiginlegan reynsluheim sem fólst í því að lifa á þessu landi. Miðnætursólin, návígi við hafið, eldfjöll og jökla, heiðlóur á vappi útí móa; Allt voru og eru þetta enn partur af sameiginlegum reynsluheimi þjóðarinnar. Og er það kannski þetta tiltekna atriði sem gerir íslenska þjóðernishyggju svo sérstaka. Íslendingar höfðu frá örólfi alda deilt tungumáli, menningu og landi. Það þurfti aldrei að deila hvert hið opinbera mál sjálfstæðrar þjóðar ætti að vera. Íslendingar voru aldrei í neinum vandræðum með landamæri. Sameiginlegi þjóðararfurinn var þegar festur vel í sessi þegar uppgangur þjóðernishyggju hófst á heimsvísu. Fyrir flest önnur lönd á meginlandi Evrópu og síðar víðar um heiminn voru þessi stóru málefni og spurningar tilefni styrjalda og margra annarskonar átaka. En íslendingar höfðu þegar svörin um leið og þeir fóru að spyrja spurninganna. Því var íslensk sjálfstæðisbarátta afar beinn og breiður vegur; Allir íslendingar tala íslensku og þeir búa allir á Íslandi og ekkert annað land á tilkall til neins hluta af landinu. Það eru forréttindi að búa í landi þar sem að þetta ferli er jafn auðvelt. Hafandi verið lifandi í minna en helming þess tíma sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki hef ég oft velt því fyrir mér nákvæmlega hvað það þýðir að vera íslendingur. Og ef það er eitt sem ég tel tengja þjóðina jafn vel mun sterkar saman hvort við annað, meira en t.d. tungumálið, menningin og ríkið, þá er það sjálf reynslan af því að búa á landi sem þessu. Nærri allir geta tengt við þá róandi tilfinningu sem fylgir því að slaka á í miðnætursólinni. Og jafnframt hvernig þriggja mánaða birta getur jafnframt verið til vandræða. Allir þekkja þá tilfinningu að fara út úr húsi og átta sig skyndilega á því að veturinn hefur skyndilega læðst aftan að manni. Eldgos stendur í nokkra mánuði og allir hafa annaðhvort fylgst með framvindu mála í fréttunum, farið að sjá gosið með eigin augum eða þekkja einhvern sem hefur gert það. Sameiginlega reynslan og tengslin við landið eru það sem gera íslendinga að íslendingum. Gleðilegan þjóðhátíðardag! Höfundur er framsóknarmaður og hálfur þjóðverji sem hefur búið á Íslandi alla ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Kosningar 2021 17. júní Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hugtakið þjóðernishyggja má best útskýra þannig að samfélag fólks sem talar sama tungumál, hefur sömu menningu og býr á sama landsvæðinu skipar sér saman með formlegum hætti og lætur sig tilheyra sameiginlegu réttarkerfi með lögum sem sett eru af ríkisvaldi sem jafnframt hefur það hlutverk að halda utan um og vera í umboði fyrir viðkomandi samfélag. Vandamál byrja strax að hljótast þegar ólík samfélög með mismunandi menningu eða tungumál eða bæði lifa saman á sama landsvæðinu. Mótun Evrópu úr keisaraveldum, konungsveldum, furstadæmum, hjálendum og öðrum miðaldar-stjórnareiningum yfir í þjóðríki okkar tíma fylgdu töluverð samfélagsleg umbrot svo sem uppreisnir, byltingar og styrjaldir. Sem dæmi má nefna var í upphafi nítjándu aldar ekki til neitt ríki sem kallaðist Ítalía. Á Ítalíu-skaga bjuggu nokkrar þjóðir, en allar áttu þjóðirnar það sameiginlegt að eiga þennan langa fjöllótta skaga fyrir heimili. Tungumál ítalanna var ekki ítalska eins og við þekkjum hana í dag heldur nokkrar misjafnlega líkar málískur sem greinilega áttu sér sterkar rætur í latínu, tungumálinu sem rómverjarnir, hinir fornfrægu íbúar Ítalíuskagans töluðu. Skaginn skiptist þá í nokkur minni ríki, sum konungsríki, önnur furstadæmi og eitt ríki þar sem Páfinn var einráður. En fólkið á ítalíu fór að líta á sig sem eina samstæða heild þrátt fyrir að búa ekki öll í sömu löndunum. Þrátt fyrir mismunandi lönd og konunga átti fólkið sameiginlega (en þó fjölbreytilega) tungu, menningu og landsvæði. Eftir nokkrar uppreisnir og fáein stríð endaði að verða til ein Ítalía. Eitt ríki sem allir ítalir máttu eiga saman. En ferlið sem réði því að ríkið Ítalía varð til var einstaklega blóðugt og ofbeldisfullt. Og upp komu ótal senur þar sem að fólk og samfélög enduðu á að verða partar af samfélagi eða ríki sem þau vildu í raun ekkert eiga sameiginlegt með. Og þetta er eitthvað sem að hefur einkennt þjóðernishyggju nánast frá upphafi. Svo oft hefur hún leitt til blóðsúrhellinga að oft er ekki litið á það sem aukaafurð heldur sem mikilvægan hluta af framleiðsluferlinu. En stundum getur ferlið verið friðsælt og yfirvegað. Og þar eru eyríki afar gott dæmi. Mætt eiginlega segja að eyjasamfélög séu frá náttúrunnar hendi sérhönnuð og fullkomin fyrir einfalda og snurðulausa þjóðernishyggju. Íslendingar áttu sér enga innri minnihlutahópa. Fólkið talaði allt sama tungumál þrátt fyrir að vissulega hafi verið einhver bragmunur milli landshluta. Og það sem meira var landið sjálft, litla einangraða norðurhjara-veröldin, sem var það eina sem íslendingarnir nokkru sinni fengu að sjá og upplifa á sinni ævi. Íslensk þjóðernishyggja var því mögulega ein sú einfaldasta sem um getur í veraldarsögunni. Fólkið hafði meira og minna sömu menningu og tungu og meira að segja þar sem fólk bjó við aðrar aðstæður sökum t.d. atvinnu, staðsetningar eða stéttar, hafði það alltaf sameiginlegan reynsluheim sem fólst í því að lifa á þessu landi. Miðnætursólin, návígi við hafið, eldfjöll og jökla, heiðlóur á vappi útí móa; Allt voru og eru þetta enn partur af sameiginlegum reynsluheimi þjóðarinnar. Og er það kannski þetta tiltekna atriði sem gerir íslenska þjóðernishyggju svo sérstaka. Íslendingar höfðu frá örólfi alda deilt tungumáli, menningu og landi. Það þurfti aldrei að deila hvert hið opinbera mál sjálfstæðrar þjóðar ætti að vera. Íslendingar voru aldrei í neinum vandræðum með landamæri. Sameiginlegi þjóðararfurinn var þegar festur vel í sessi þegar uppgangur þjóðernishyggju hófst á heimsvísu. Fyrir flest önnur lönd á meginlandi Evrópu og síðar víðar um heiminn voru þessi stóru málefni og spurningar tilefni styrjalda og margra annarskonar átaka. En íslendingar höfðu þegar svörin um leið og þeir fóru að spyrja spurninganna. Því var íslensk sjálfstæðisbarátta afar beinn og breiður vegur; Allir íslendingar tala íslensku og þeir búa allir á Íslandi og ekkert annað land á tilkall til neins hluta af landinu. Það eru forréttindi að búa í landi þar sem að þetta ferli er jafn auðvelt. Hafandi verið lifandi í minna en helming þess tíma sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki hef ég oft velt því fyrir mér nákvæmlega hvað það þýðir að vera íslendingur. Og ef það er eitt sem ég tel tengja þjóðina jafn vel mun sterkar saman hvort við annað, meira en t.d. tungumálið, menningin og ríkið, þá er það sjálf reynslan af því að búa á landi sem þessu. Nærri allir geta tengt við þá róandi tilfinningu sem fylgir því að slaka á í miðnætursólinni. Og jafnframt hvernig þriggja mánaða birta getur jafnframt verið til vandræða. Allir þekkja þá tilfinningu að fara út úr húsi og átta sig skyndilega á því að veturinn hefur skyndilega læðst aftan að manni. Eldgos stendur í nokkra mánuði og allir hafa annaðhvort fylgst með framvindu mála í fréttunum, farið að sjá gosið með eigin augum eða þekkja einhvern sem hefur gert það. Sameiginlega reynslan og tengslin við landið eru það sem gera íslendinga að íslendingum. Gleðilegan þjóðhátíðardag! Höfundur er framsóknarmaður og hálfur þjóðverji sem hefur búið á Íslandi alla ævi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar