Sport

Osaka ekki með á Wimbledon en stefnir á að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Naomi Osaka verður ekki meðal þátttakanda á Wimbledon mótinu sem hefst í lok þessa mánaðar.
Naomi Osaka verður ekki meðal þátttakanda á Wimbledon mótinu sem hefst í lok þessa mánaðar. getty/Tim Clayton

Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka keppir ekki á Wimbledon mótinu en stefnir á að taka þátt á Ólympíuleikunum á heimavelli.

Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í síðasta mánuði. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína.

Hún var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma.

Osaka, sem er í 2. sæti heimslistans, hefur nú ákveðið að keppa ekki á Wimbledon sem hefst 28. júní. Hún ætlar hins vegar að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í næsta mánuði. Osaka segist vera spennt að spila fyrir framan landa sína á Ólympíuleikunum.

Osaka, sem er 23 ára, vann Opna ástralska meistaramótið fyrr á þessu ári. Það var hennar fjórði sigur á risamóti á ferlinum. Hún vann Opna ástralska 2019 og Opna bandaríska 2018 og 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×