Eriksen sendi samherjum sínum skilaboð af sjúkrabeði og sagði frammistöðu þeirra stórkostlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2021 11:30 Leikmenn danska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Belgíu. getty/Jonathan Nackstrand Christian Eriksen hrósaði samherjum sínum í danska landsliðinu fyrir frammistöðu þeirra gegn Belgíu á EM í gær og sagði hana stórkostlega. Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05
Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08