Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 10:48 Inga Sæland segir að sér sé alveg sama hver á Facebook, hún eigi engan fjölmiðil, og gefur lítið fyrir meint tal um að hún sé að mylja undir auðugasta mann heims. vísir/vilhelm/getty Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins. Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira