Ítalir með fullt hús stiga og enn ekki fengið á sig mark Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2021 17:56 Létt yfir Ítölunum í leikslok. Mike Hewitt/Getty Images) Ítalía hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu 2020 og fer þar af leiðandi nokkuð þægilega upp úr A-riðlinum. Matteo Pessina skoraði fyrsta og eina mark leiksins í dag er Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Markið kom á 36. mínútu. Ítalir voru meira með boltann en Wales bitu frá sér án þess að ná að skora framhjá Gianluigi Donnarumma sem fór þó meiddur af velli í uppbótartíma. Ethan Ampadu fékk að líta beint rautt spjald á 56. mínútu og léku Walesverjar því einum manni færri í rúmlega hálftíma. Ítalía er því komið áfram með markatöluna 7-0 og níu stig. Það er bjart yfir ítalska liðinu en Wales er einnig komið áfram eftir að hafa endað í öðru sætinu. 30 - Italy have now equaled their best unbeaten run: 30 straight games without defeat between 1935 and 1939 under Vittorio Pozzo. Unstoppable.#ItalyWales #ITAWAL pic.twitter.com/acnsfCG84q— OptaPaolo (@OptaPaolo) June 20, 2021 Fótbolti EM 2020 í fótbolta
Ítalía hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu 2020 og fer þar af leiðandi nokkuð þægilega upp úr A-riðlinum. Matteo Pessina skoraði fyrsta og eina mark leiksins í dag er Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Markið kom á 36. mínútu. Ítalir voru meira með boltann en Wales bitu frá sér án þess að ná að skora framhjá Gianluigi Donnarumma sem fór þó meiddur af velli í uppbótartíma. Ethan Ampadu fékk að líta beint rautt spjald á 56. mínútu og léku Walesverjar því einum manni færri í rúmlega hálftíma. Ítalía er því komið áfram með markatöluna 7-0 og níu stig. Það er bjart yfir ítalska liðinu en Wales er einnig komið áfram eftir að hafa endað í öðru sætinu. 30 - Italy have now equaled their best unbeaten run: 30 straight games without defeat between 1935 and 1939 under Vittorio Pozzo. Unstoppable.#ItalyWales #ITAWAL pic.twitter.com/acnsfCG84q— OptaPaolo (@OptaPaolo) June 20, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti