Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:31 Joachim Löw hefur sætt gagnrýni fyrir 3-4-3 kerfi Þýskalands. UEFA/UEFA via Getty Images Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira