Hatar nútímafótbolta: „Vildi að VAR væri ekki til“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 20:00 Thiago segir tíunda svokölluðu vera útdauða. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool á Englandi og spænska landsliðsins, segist ekki hrifinn af nútímafótbolta. Tæknin sé skaðleg og einstaklingsgæði fái ekki lengur að njóta sín. Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira