Þýskaland vann 4-2 sigur í stórleik D-riðilsins en eftir að Portúgalir komust yfir þá svöruðu þeir þýsku með fjórum mörkum.
Í EM í dag gerðu þeir Stefán Árni Pálsson, Freyr Alexandersson og framherji KR, Kjartan Henry Finnbogason, upp leikinn og þar á meðal varnarvinnu Cristiano.
„Cristiano Ronaldo er geggjaður sóknarmaður en hann var dragbítur á sitt lið varnarlega í dag,“ sagði Freyr er hann fór í teiknitölvuna.
„Þegar þeir eru að færa svo mikið boltann frá hægri til vinstri þá verður hann að taka frumkvæði og reyna klippa einhvern varnarmanninn út.
Freyr tók svo dæmi um þegar Ronaldo pressaði loksins.
„Þetta er fyrsta pressan hans Ronaldo og svo stendur hann með neikvæða líkamstjáningu. Hann er bara að þykjast vera að verjast,“ sagði Freyr.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.