Hazard: Ég verð aldrei sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 10:00 Eden Hazard mun leiða belgíska landsliðið út á völlinn í lokaleik riðilsins í dag. AP/Martin Meissner Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard var spurður út í meiðslahrjáð tímabil sín með Real Madrid en kappinn er nú staddur með belgíska landsliðinu á EM. Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira