Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 13:01 Merih Demiral og félagar í tyrkneska landsliðinu fóru heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á EM. getty/Ali Balikci Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu. Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31
Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58