Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2021 12:15 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan undirbúning leikanna. Getty/Carl Court Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum. Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Sjá meira
Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Sjá meira