Miðakerfið hrundi á þriðja leik Keflavíkur og Þórs en Þórsarar eiga enn inni 52 miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 15:57 Þórsarar vilja fjölmenna og sjá sína menn vinna Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna sölu miða á þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fer fram annað kvöld. Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira