Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2021 06:24 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. „Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43