Stend með strandveiðum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:00 Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun