Bongóblíða í kortunum um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 13:55 Það gæti farið svo að hægt verði að sitja úti í Reykjavík án þess að eiga von á því að blotna inn að beini eða veikjast. Vísir/Vilhelm Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. „Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands Veður Múlaþing Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
„Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands
Veður Múlaþing Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira