Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 22. júní 2021 19:10 Dræm mæting var í bólusetningar í dag. vísir/vilhelm Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. „Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
„Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu