Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2021 21:08 Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegur. Þór Akureyri Þór sló Grindavík út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo komu Þórsurum í 2-0 áður en Mirza Hasercic minnkaði muninn. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti