Tækifæri kerfisins Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. júní 2021 07:30 Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun