Segir að enska landsliðið vilji spila „Kampavínsfótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 13:31 Harry Kane náði ekki að skora í leikjunum þremur í riðlinum en það var Raheem Sterling sem skoraði bæði mörk enska landsliðsins á þessum 270 mínútum. AP/Neil Hall Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira