Segir að enska landsliðið vilji spila „Kampavínsfótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 13:31 Harry Kane náði ekki að skora í leikjunum þremur í riðlinum en það var Raheem Sterling sem skoraði bæði mörk enska landsliðsins á þessum 270 mínútum. AP/Neil Hall Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira