Á listanum er að finna tuttugu og einn stærstu hluthafa bankans sem eiga samtals 83 prósent í bankanum. Eignarhlutur ríkissjóðs nemur alls 65 prósentum.
Næststærsti hluthafi bankans er fjárfestingafélagið Capital World með eignarhlut upp á 3,8 prósent. Þá eru bæði Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með eignarhlut upp á 2,3 prósent hvor um sig.
Fimm aðrir lífeyrissjóðir eiga sæti á listanum: Almenni lífeyrissjóðurinn, Brú lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Birta lífeyrissjóður, með eignarhlutfall frá 0,3-0,8 prósent.
Vakin er athygli á því að hlutabréf bankans hafa verið tekin til viðskipta og kann hluthafalistinn því að hafa tekið breytingum.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Ríkissjóður Íslands - 65%
- Capital World - 3,8%
- Gildi lífeyrissjóður - 2,3%
- Lífeyrissjóður verzlunarmanna - 2,3%
- RWC asset advisors US - 1,5%
- LSR A-deild - 1,2%
- Almenni lífeyrissjóðurinn - 0,8%
- Mainfirst affiliated fund managers - 0,8%
- Silver Point Capital - 0,6%
- Eaton Vance Management - 0,6%
- Brú lífeyrissjóður - 0,5%
- Stapi lífeyrissjóður - 0,4%
- IS EQUUS Hlutabréf - 0,4%
- IS Hlutabréfasjóðurinn - 0,4%
- Frankling Templeton Investment Management - 0,4%
- Premier fund managers - 0,4%
- Frjálsi lífeyrissjóðurinn - 0,3%
- LSR B-deild - 0,3%
- Birta lífeyrissjóður - 0,3%
- Fiera Capital - 0,3%
- Schroder Investments Management -0,3%