Brown er sagður hafa barið konuna föstudaginn 18. júní síðastliðinn. Lögregla var kölluð til klukkan 7:30 um morgunninn að staðartíma. Skýrsla um atvikið hefur verið bókuð hjá lögreglunni og er málið komið á borð héraðssaksóknara í Los Angeles. Það er nú í höndum hans hvort Brown verði ákærður fyrir atvikið.
Brown var ekki á staðnum þegar lögreglu bar að garði. Konan sem Brown er sakaður um að hafa barið sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að þau hafi verið að rífast þegar Brown sló hana.
Brown hefur eins og áður segir sögu um ofbeldi gegn konum. Mikið mál var gert úr því þegar tónlistarkonan og tískumógúllinn Rihanna kærði Brown fyrir heimilisofbeldi. Þá fékk fyrrverandi kærasta hans, leikkonan og fyrirsætan Karrueche Tran, fimm ára nálgunarbann gegn honum árið 2017.