Réttindi kvenna og kynfæri þeirra Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2021 10:31 Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Skimun fyrir krabbameini Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun