Efnafræðikennari og tannlæknir skoðuðu gosið í risaeðlubúningum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2021 11:42 Félagarnir Benjamín og Sindri klæddu sig upp sem risaeðlur á gosstöðvunum á dögunum. „Við höfðum sérð myndir af einhverju fólki í risaeðlubúning á gosstöðvunum og okkur fannst það svo fyndið. Ég átti risaeðlubúning sjálfur og vinur minn fékk lánaðan, við ákváðum að skella okkur bara til að hafa gaman og gera okkur dagamun,“ segir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson í samtali við Vísi. Benjamín og vinur hans Sindri Davíðsson lögðu leið sína að gosstöðvunum á dögunum eins og svo margir landsmenn. Ætla mætti að flestir hafi með sér nesti meðferðis í bakpokanum en þeir félagar ákváðu að taka með sér búning, risaeðlubúning. Vinirnir vöktu mikla athygli við gosið. Ég á sjálfur nokkra búninga en þegar ég var að kenna í Bandaríkjum og það var Hrekkjavaka þá var ég oft að kenna í mismunandi búningum. Eitt árið var það risaeðlubúningur. Benjamín segir þá félaga ekki hafa lagt í það að labba alla leið að gosinu í búningnum en ákveðið að klæðast þeim við gosstöðvarnar og áleiðis til baka. Eins og ætla mætti vöktu risaeðlurnar tvær mikla athygli fólks á gosstöðvunum. Skemmtilegt uppátæki! „Það voru alveg nokkrir sem báðu um að fá mynd af okkur og líka að taka mynd með okkur. Sumir krakkar voru kannski örlítið smeykir fyrst en svo þegar foreldrar þeirra nálguðust okkur var spennandi að fá mynd.“ Fréttablaðið sagði í morgun frá ferðamanni sem hafi dansað við eldgosið í risaeðlubúning og vakið athygli viðstaddra. Þykir líklegt að risaeðlan sem um ræðir sé hugsanlega Benjamín eða Sindri en kannski fengu fleiri sömu hugmynd. Benjamín Ragnar starfar sem efnafræðikennari við Háskóla Íslands og Sindri sem tannlæknir. Aðspurður hvort að von væri á fleiri búningaferðum hjá þeim félögum hlær Benjamín og svarar; Mögulega! Það er aldrei að vita hvert við förum næst og í hvaða búning. Það er alltaf gaman að gera sér dagamun. Eldgos í Fagradalsfjalli Risaeðlur Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Benjamín og vinur hans Sindri Davíðsson lögðu leið sína að gosstöðvunum á dögunum eins og svo margir landsmenn. Ætla mætti að flestir hafi með sér nesti meðferðis í bakpokanum en þeir félagar ákváðu að taka með sér búning, risaeðlubúning. Vinirnir vöktu mikla athygli við gosið. Ég á sjálfur nokkra búninga en þegar ég var að kenna í Bandaríkjum og það var Hrekkjavaka þá var ég oft að kenna í mismunandi búningum. Eitt árið var það risaeðlubúningur. Benjamín segir þá félaga ekki hafa lagt í það að labba alla leið að gosinu í búningnum en ákveðið að klæðast þeim við gosstöðvarnar og áleiðis til baka. Eins og ætla mætti vöktu risaeðlurnar tvær mikla athygli fólks á gosstöðvunum. Skemmtilegt uppátæki! „Það voru alveg nokkrir sem báðu um að fá mynd af okkur og líka að taka mynd með okkur. Sumir krakkar voru kannski örlítið smeykir fyrst en svo þegar foreldrar þeirra nálguðust okkur var spennandi að fá mynd.“ Fréttablaðið sagði í morgun frá ferðamanni sem hafi dansað við eldgosið í risaeðlubúning og vakið athygli viðstaddra. Þykir líklegt að risaeðlan sem um ræðir sé hugsanlega Benjamín eða Sindri en kannski fengu fleiri sömu hugmynd. Benjamín Ragnar starfar sem efnafræðikennari við Háskóla Íslands og Sindri sem tannlæknir. Aðspurður hvort að von væri á fleiri búningaferðum hjá þeim félögum hlær Benjamín og svarar; Mögulega! Það er aldrei að vita hvert við förum næst og í hvaða búning. Það er alltaf gaman að gera sér dagamun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Risaeðlur Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira