Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 20:31 Kría vann sér inn sæti í Olís-deildinni nýverið. Nú er ljóst að liðið þarf að finna sér heimili áður en tímabilið fer af stað. Eyjólfur Garðarsson Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi. Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira