Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júní 2021 07:57 Nærri allir þeir sem leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 eru óbólusettir. AP/Jae C. Hong Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir. Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira