Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 08:30 Jordan Henderson í pílukasti eftir að hafa setið fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Getty/Carl Recine Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna. England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira