„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 10:58 Darri Freyr Atlason stýrði KR til sigurs gegn Val í æsispennandi einvígi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en í undanúrslitunum tapaði KR 3-0 gegn Keflavík. vísir/Hulda Margrét „Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum. Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR. Dominos-deild karla KR Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira