Sleppið því að koma Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. júní 2021 13:01 Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Samgöngur Viðreisn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar