Erlent

Hertar sam­komu­tak­markanir á Tenerife

Árni Sæberg skrifar
Sem betur fer verður hægt að sleikja sólina á Tenerife þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Sem betur fer verður hægt að sleikja sólina á Tenerife þrátt fyrir samkomutakmarkanir. vísir/epa

Stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa tilkynnt að þriðja viðbragðsstig verði í gildi á Tenerife næstu tvær vikur.

Þriðja viðbragðsstig felur í sér víðtækar samkomutakmarkanir. 

Veitingastaðir mega einungis taka við gestum á útisvæðum og þurfa að loka klukkan 24:00.

Fólk sem býr ekki saman má eingöngu koma saman á veitingastöðum og aldrei fleiri en fjórir á sama borði.

Almenningssamgöngur haldast gangandi en mega einungis taka við helmingi leyfilegs farþegafjölda.

Öll íþróttamannvirki loka, þar með talið líkamsræktarstöðvar og fótboltavellir. Þá munu engir viðburðir eða markaðir fara fram frá á eyjunni.

Þessar fréttir hryggja eflaust margan Íslendinginn enda eru margir orðnir þyrstir í sólina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×