Þórsarar vita örugglega af örlögum ÍR-inga, Stjörnumanna og Valsara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 17:00 Callum Reese Lawson og félagar í Þór fá þrjá leiki til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þeir klikkuðu í fyrstu tiltraun en eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsliðið getur annan leikinn í röð tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í fjórða leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla í körfubolta. Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum