Óárennilegir Ítalir ekki tapað leik í tæp þrjú ár og ætla sér alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2021 11:00 Ítalir fagna einu sjö marka sinna á EM. getty/Claudio Villa Eftir að hafa leikið alla sína í riðlakeppninni á EM á heimavelli verða Ítalía og Danmörk á útivelli í sextán liða úrslitunum sem hefjast í dag með tveimur leikjum. Leið Ítala og Dana í útsláttarkeppnina var ansi ólík. Ítalía vann alla þrjá leiki sína í A-riðli án þess að fá á sig mark á meðan Danmörk tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en komst áfram eftir að hafa unnið Rússland, 4-1, í lokaumferð riðlakeppninnar. Danir hafa eignast margar aðdáendur síðan EM hófst og margir vilja sjá þeim ganga vel eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen. Danmörk mætir Wales í fyrsta leik sextán liða úrslitanna á Johan Cruyff leikvanginum í Amsterdam klukkan 16:00 í dag. Walesverjar lentu í 2. sæti A-riðils með fjögur stig. Wales gerði jafntefli við Sviss, vann Tyrkland en tapaði fyrir Ítalíu. Walesverjar komu mjög á óvart á síðasta Evrópumóti og komust þá alla leið í undanúrslit. En núna vilja aðrir en stuðningsmenn velska liðsins helst ekki sjá það fara áfram úr sextán liða úrslitunum. „Þetta verður mjög erfitt en vonandi náum við að vinna. Ég held að 99 prósent heimsins munu halda með Dönum í þessum leik,“ sagði Connor Roberts, leikmaður Wales, fyrir leikinn gegn Danmörku. Í seinni leik dagsins, klukkan 19:00, mætast Ítalía og Austurríki á Wembley í London. Austurríkismenn enduðu í 2. sæti C-riðils með sex stig. Þeir unnu Norður-Makedóníumenn og Úkraínumenn en töpuðu fyrir Hollendingum. Ítalía þykir líklegt til afreka í útsláttarkeppninni á EM og ekki að ástæðulausu. Ítalska liðið hefur unnið tíu leiki í röð án þess að fá á mark og hefur ekki tapað síðan 10. september 2018. Ítalía tapaði þá fyrir Portúgal í Þjóðadeildinni, 1-0. Frá þeirri viðureign hefur Ítalía leikið 29 leiki, unnið 24 og gert fimm jafntefli. Ítalska liðið hefur ekki bara fengið hrós fyrir frábæran árangur heldur einnig góða spilamennsku. Undir stjórn Robertos Mancini vilja Ítalir halda boltanum, pressa framarlega og taka frumkvæðið í leikjum. Ítölsku leikmennirnir taka alltaf vel undir í þjóðsöngnum.getty/Valerio Pennicino Ítalía og Austurríki mættust reglulega framan af síðustu öld en lengra hefur liðið á milli leikja liðanna undanfarna áratugi. Þau mættust síðast í vináttulandsleik í ágúst 2008 þar sem þau gerðu 2-2 jafntefli. Síðasti leikur Ítalíu og Austurríki á stórmóti var í riðlakeppninni á HM í Frakklandi 1998. Ítalir unnu 2-1 sigur með mörkum Christians Vieri og Robertos Baggio. Andreas Herzog skoraði mark Austurríkismanna. Ítalía og Austurríki mættust einnig í upphafsleik HM 1990 á Ólympíuleikvanginum í Róm. Salvatore Schillaci skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þetta var byrjunin á miklu ævintýri hjá Schillaci á HM. Sikileyingurinn skoraði fimm mörk til viðbótar á mótinu og var valinn besti leikmaður þess. Mancini var í HM-hópi Ítalíu 1990 en spilaði ekki mínútu á mótinu. Raunar var landsliðsferill hans frekar ómerkilegur fyrir jafn góðan leikmann og hann var. Mancini hefur hins vegar gert frábæra hluti með ítalska landsliðið síðan hann tók við því eftir það komst ekki á HM 2018. Mancini hefur stýrt Ítalíu í 35 leikjum; 26 þeirra hafa unnist, sjö endað með jafntefli og aðrir tveir tapast. Markatalan er 86-14. Mancini er ekki hættur og dreymir um að komast í hóp með Vittorio Pozzo, Ferrucio Valcareggi, Enzo Bearzot og Marcelo Lippi sem hafa stýrt Ítalíu til sigurs á stórmóti. Ítalía er miklu sigurstranglegri en Austurríki fyrir leikinn í kvöld. Ef ítalska liðið vinnur bíður þess afar svo erfiður leikur gegn Portúgal eða Belgíu í átta liða úrslitunum. Leikur Danmerkur og Wales hefst klukkan 16:00 og leikur Ítalíu og Austurríkis 19:00. Þeir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport EM. Upphitun hefst hálftíma fyrir leikina og síðan verður farið yfir þá í EM í dag sem hefst að venju klukkan 21:00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Leið Ítala og Dana í útsláttarkeppnina var ansi ólík. Ítalía vann alla þrjá leiki sína í A-riðli án þess að fá á sig mark á meðan Danmörk tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en komst áfram eftir að hafa unnið Rússland, 4-1, í lokaumferð riðlakeppninnar. Danir hafa eignast margar aðdáendur síðan EM hófst og margir vilja sjá þeim ganga vel eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen. Danmörk mætir Wales í fyrsta leik sextán liða úrslitanna á Johan Cruyff leikvanginum í Amsterdam klukkan 16:00 í dag. Walesverjar lentu í 2. sæti A-riðils með fjögur stig. Wales gerði jafntefli við Sviss, vann Tyrkland en tapaði fyrir Ítalíu. Walesverjar komu mjög á óvart á síðasta Evrópumóti og komust þá alla leið í undanúrslit. En núna vilja aðrir en stuðningsmenn velska liðsins helst ekki sjá það fara áfram úr sextán liða úrslitunum. „Þetta verður mjög erfitt en vonandi náum við að vinna. Ég held að 99 prósent heimsins munu halda með Dönum í þessum leik,“ sagði Connor Roberts, leikmaður Wales, fyrir leikinn gegn Danmörku. Í seinni leik dagsins, klukkan 19:00, mætast Ítalía og Austurríki á Wembley í London. Austurríkismenn enduðu í 2. sæti C-riðils með sex stig. Þeir unnu Norður-Makedóníumenn og Úkraínumenn en töpuðu fyrir Hollendingum. Ítalía þykir líklegt til afreka í útsláttarkeppninni á EM og ekki að ástæðulausu. Ítalska liðið hefur unnið tíu leiki í röð án þess að fá á mark og hefur ekki tapað síðan 10. september 2018. Ítalía tapaði þá fyrir Portúgal í Þjóðadeildinni, 1-0. Frá þeirri viðureign hefur Ítalía leikið 29 leiki, unnið 24 og gert fimm jafntefli. Ítalska liðið hefur ekki bara fengið hrós fyrir frábæran árangur heldur einnig góða spilamennsku. Undir stjórn Robertos Mancini vilja Ítalir halda boltanum, pressa framarlega og taka frumkvæðið í leikjum. Ítölsku leikmennirnir taka alltaf vel undir í þjóðsöngnum.getty/Valerio Pennicino Ítalía og Austurríki mættust reglulega framan af síðustu öld en lengra hefur liðið á milli leikja liðanna undanfarna áratugi. Þau mættust síðast í vináttulandsleik í ágúst 2008 þar sem þau gerðu 2-2 jafntefli. Síðasti leikur Ítalíu og Austurríki á stórmóti var í riðlakeppninni á HM í Frakklandi 1998. Ítalir unnu 2-1 sigur með mörkum Christians Vieri og Robertos Baggio. Andreas Herzog skoraði mark Austurríkismanna. Ítalía og Austurríki mættust einnig í upphafsleik HM 1990 á Ólympíuleikvanginum í Róm. Salvatore Schillaci skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þetta var byrjunin á miklu ævintýri hjá Schillaci á HM. Sikileyingurinn skoraði fimm mörk til viðbótar á mótinu og var valinn besti leikmaður þess. Mancini var í HM-hópi Ítalíu 1990 en spilaði ekki mínútu á mótinu. Raunar var landsliðsferill hans frekar ómerkilegur fyrir jafn góðan leikmann og hann var. Mancini hefur hins vegar gert frábæra hluti með ítalska landsliðið síðan hann tók við því eftir það komst ekki á HM 2018. Mancini hefur stýrt Ítalíu í 35 leikjum; 26 þeirra hafa unnist, sjö endað með jafntefli og aðrir tveir tapast. Markatalan er 86-14. Mancini er ekki hættur og dreymir um að komast í hóp með Vittorio Pozzo, Ferrucio Valcareggi, Enzo Bearzot og Marcelo Lippi sem hafa stýrt Ítalíu til sigurs á stórmóti. Ítalía er miklu sigurstranglegri en Austurríki fyrir leikinn í kvöld. Ef ítalska liðið vinnur bíður þess afar svo erfiður leikur gegn Portúgal eða Belgíu í átta liða úrslitunum. Leikur Danmerkur og Wales hefst klukkan 16:00 og leikur Ítalíu og Austurríkis 19:00. Þeir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport EM. Upphitun hefst hálftíma fyrir leikina og síðan verður farið yfir þá í EM í dag sem hefst að venju klukkan 21:00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira