Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna. Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna.
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37