Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna. Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna.
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37